Sunnudaginn 25.nóvemeber verður sunnudagaskólinn á sínum stað kl.11. Umsjón hafa Guja og Fanney Rós og Rögnvaldur spilar á píanóið.

Um kvöldið verður létt og blúsuð kvöldmessa kl.20. Tvær alþýðlegar söngkonur, Íris Olga Lúðvíksdóttir kennari og Margrét Arnardóttir námsráðgjafi syngja velþekkta sálma við undirleik Rögnvaldar Valbergssonar og honum til fulltingis verða bræðurnir geðþekku bræður Jóhann og Margeir Friðrikssynir. Verið velkomin til kirkjunnar, sóknarprestur