Sunnudagaskólinn hefur göngu sína að nýju þann 16.september n.k kl.11 Umsjón hafa sem fyrr Guðríður Helga og Fanney og Rögnvaldur er við píanóið. Mikill söngur, biblíusaga, bænir og gaman. Allir krakkar fá litla fjársjóðskistu til að taka með heim og safna límmiðum í.
Messa kl.14
Kirkjukórinn leiðir söng. Organisti Rögnvaldur Valbergsson og prestur Sigríður Gunnarsdóttir. Barn borið til skírnar í upphafi messu. Kaffisopi og kleinur í safnaðarheimilinu á eftir.
Verið velkomin til kirkjunnar.