Messað verður sunnudaginn 2.september kl.14. Að vanda leiðir kirkjukórinn söng undir stjórn Rögnvaldar Valbergssonar organista. Sóknarprestur þjónar fyrir altari og prédikar.
Kirkjukórinn fagnar í ár 70 ára afmæli sínu og býður í messukaffi í félagsheimilinu Ljósheimum af því tilefni. Sérstaklega eru fyrrum söngfélgar boðnir velkomnir, svo og allir aðrir velunnar.
Verið hjartanlega velkomin til messu og í afmæliskaffi Kirkjukórsins.