Messa verður sunnudaginn 2. september kl.14. Kirkjukórinn leiðir söng undir stjórn Rögnvaldar Valbergssonar organista, sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari.

Í ár fagnar Kirkjukór Sauðárkróks 70 ára afmæli sínu. Í tilefni af því bjóða kórfélagar í messukaffi á sunnudaginn,  í félagsheimilinu Ljósheimum. Fyrrverandi söngfélgar og aðrir velunnarar kórsins boðnir sérstaklega velkomnir.

Verið hjartanlega velkomin í messu og afmælisveislu.