Á þjóðhátíðardegi er vel við hæfi að ganga til guðsþjónustu. Messa er kl.11 í Sauðárkrókskikju, þar sem heyra má Ísland ögrum skorið og fleiri ættjarðarsálma. Kirkjukórinn leiðir söng undir stjórn Stefáns R. Gíslasonar organista. Sr.Sigríður Gunnarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari.

Verið velkomin til kirkju og gleðilegan þjóðhátíðardag!