Næstkomandi sunnudag sem er pálmasunnudagur og 1.apríl, staðfesta fyrstu fermingarbörn þessa vors skírnina í messu kl.11.

Kirkjukórinn leiðir söng, organisti Rögnvaldur Valbergsson, prestur sr. Sigríður Gunnarsdóttir. Fermingarbörnin eru beðin að mæta hálftíma fyrir athöfn í safnaðarheimilið.

Verið velkomin!