Næstkomandi sunnudag, sem er boðunardagur Maríu er nóg að gera í Sauðárkróksprestakalli.

Síðasti sunnudagaskóli verður kl.11. Umsjón hafa Guja, Fanney Rós og Rögnvaldur leikur á píanóið. Aðsókn hefur verið ljómandi góð í vetur en næsta sunnudag hefjast fermingar og við sjáumst hress og kát í sunnudagaskólanum næsta haust.

Messuheimsókn í Silfrastaðakirkju kl.14

Kirkjukórinn bregður undir sig betri fætinum og heldur fram í Akrahrepp. Þar verður sungin messa kl.14, sr.Dalla Þórðardóttir þjónar fyrir altari og sr.Sigríður Gunnarsdóttir prédikar. Fermingarbörn úr Silfrastaðasókn lesa lestra.

Maríumessa kl.20.30

Síðasta kvöldmessan í bili verður tileinkuð Maríu Guðsmóður. Anna Sigríður Helgadóttir messósópran kemur til okkar og syngur Maríuvers úr ýmsum áttum sem hæfa tilefninu.

Verið velkomin til helgihaldsins:)