Árlegur æskulýðsdagur kirkjunnar er næstkomandi sunnudag. Af því tilefni verður æskulýðsmessa kl.11. Fermingarbörnin sjá um flesta þætti messunnar, þau lesa ritningarlestra, leika leikrit, flytja tónlist og biðja. Kór yngsta stigs Árskóla hefur æft nokkur lög í tilefni af æskulýðsdeginum og svo von er á fjölbreyttri og skemmtilegri messu. Verið velkomin til kirkjunnar!