Næstkomandi sunnudagskvöld, 26.febrúar kl.20.30 verður kvöldmessa í Sauðárkrókskirkju sem tileinkun er austuríska tónskáldinu Wolfgang Amadeusi Mozart. Kirkjukórinn hefur æft af kappi lög eftir tónskáldið og öll tónlist í messunni er eftir Mozart.  Helga Rós Indriðadóttir syngur einsöng með kórnum. Organisti og stjórnandi er Rögnvaldur Valbergsson, prestur sr. Sigríður Gunnarsdóttir. Fermingarbörn lesa ritningarlestra.

Enginn tónlistarunnandi ætti að láta þessa messu framhjá sér fara. Verið velkomin til kirkjunnar.