Næsta sunnudag, 27.nóvember er fyrsti sunnudagur í aðventu. Sunnudagaskólinn verður á sínum stað kl.11 og nú er óhætt að byrja að syngja jólalögin. Hátíðarmessa verður kl.14 og þar verður m.a minnst víglsuafmælis Sauðárkrókskirkju en kirkjan okkar var vígð 18.desember 1892 og rúmaði 350 manns.  Við fögnum nýju kirkjuári, upphafi aðventunnar og afmælis kirkjunnar, syngjum hátíðartónið og aðventusálma. Kirkjukórinn leiðir safnaðarsöng, fermingarbörn lesa ritningarlestra og sóknarprestur þjónar fyrir altari og prédikar.

Eftir messuna bjóða velunnarar safnaðarins í kvenfélagi Skarðshrepps til kaffisamsætis í safnaðarheimilinu og ef að líkum lætur verður það mikil veisla.

Verið hjartanlega velkomin til kirkjunnar!