Þriðjudagskvöldið 22. nóvember kl. 20:00 verður fyrirlestur í safnaðarheimilinu sem ber heitið Jólin og sorgin. Sr.Halldór Reynisson verkefnisstjóri á Biskupsstofu og formaður samtakanna Nýrrar dögunar kemur til okkar og fjallar um jól í skugga sorgar. Halldór hefur mikla reynslu á þessu sviði og er mikill fengur að því að fá hann í heimsókn. Fyrirlesturinn er opinn öllum og aðgangur ókeypis. Heitt á könnunni og verið hjartanlega velkomin.