Bestu þakkir fyrir þátttökuna í söfnun fyrir Hjálparstarfið. Fermingarbörnin mættu glöð og hress og gengu í hús í bænum á þriðjudagskvöldið í síðustu viku. Þau fengu góðar móttökur og söfnuði tæpum tvö hundruð þúsund krónum, 193.259 kr. Sú upphæð dugar til að byggja brunn sem mun gefa heilu þorpi í Afríku aðgang að hreinu vatni. Sóknarprestur þakkar fermingarbörnunum fyrir dugnaðinn og bæjarbúum góðar undirtektir.