Árleg söfnun fermingarbarna fyrir Hjálparstarf kirkjunnar verður að kvöldi þriðjudagsins 8.nóvember. Þá ætla fermingarbörnin að ganga í öll hús í bænum og biðja fólk að gefa aur til að styrktar vatnsverkefnum Hjálparstarfsins. Hér má sjá myndband sem segir nánar frá þeim verkefnum:

http://kirkjan.is/sjonvarp/#!QVCrQ6Exnzk

Fólk er beðið að taka vel á móti unglingunum og leggja sitt af mörkum til að bæta lífskjör systkina okkar í Afríku. Margt smátt gerir eitt stórt.