Sunnudaginn 6.nóvember, sem er allra heilagra messa er messa kl.14 í kirkjunni. Eins og ávallt á þessum degi er beðið séstaklega fyrir látnum ástvinum og þeirra minnst í virðingu og þökk.

Sóknarprestur er í fríi og í hennar stað prédikar sr.Gunnar Jóhannesson sóknarprestur á Hofsósi. Kirkjukórinn leiðir söng undir stjórn Rögnvaldar Valbergssonar organista og fermingarstúlkur lesa ritningarlestra. Kaffi og kleinur í safnaðarheimilinu eftir messu. Verið velkomin til kirkjunnar.