Sunnudagakskólinn hefur göngu sína að nýju eftir sumarfrí, sunnudaginn 11.september kl.11.

Nýtt og spennandi efni, Klemmi og Hafdís eru nýir gestir í sunnudagaskólanum. Mikill söngur, biblíufræðsla glens og gaman. Einstakt tækifæri fyrir börnin að kynnast Jesú og boðskap hans gegnum söng og leik, auk þess að vera holl samvera fyrir foreldra og börn.

Eins og áður hefur Guja umsjón með sunnudagaskólanum og hefur sér til aðstoðar Fanneyju Rós Konráðsdóttur. Rögnvaldur Valbergsson leikur undir á píanóið.

Verið velkomin í sunnudagaskólann:)