Sunnudaginn 4. september er messa kl.11. Kirkjukórinn leiðir söng undir stjórn Rögnvaldar Valbergssonar organista og sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari.

Eftir messuna býður sóknarnefnd kirkjugestum yfir í safnaðarheimilið til árbíts (brunch) í tilefni af því að safnaðarstarfið fer nú senn af stað eftir sumarfrí. Margt er í boði, t.d. foreldramorgnar, barnastarf, eldri borgarastarf. Sóknarnefndarfólk, prestur og organisti taka við öllum ábendingum varðandi safnanðarstarfið og þarna gefst tækifæri til að skrafs og ráðagerða.

Vonast til að sjá sem flesta og minni fermingarbörn og foreldra þeirra á að vera dugleg að koma í messurnar.

Sóknarprestur