Sunnudaginn 21.ágúst er kvöldmessa í Sauðárkrókskirkju kl.20. Kirkjukórinn leiðir söng undir stjórn Stefáns R. Gíslasonar. Verið velkomin til kirkjunnar!
Nú hallar sumri og daglegt líf fer að færast í fastar skorður á ný eftir sumarfrí. Á mánudagsmorgunn kl.8 leggja fermingarbörn næsta vors af stað í Vatnaskóg þar sem þau dvelja í fermingarbúðum út vikuna. Áætluðu heimkoma er milli 17 og 18 á föstudag. Fermingarbörn ásamt foreldrum eru því sérstaklega beðin að mæta til messunnar. Eftir messuna kynning á fermingarstörfum vetrarins.