Næsta sunnudag, 27. mars sem er þriðji sunnudagur í föstu, verður sunnudagaskóli kl.11 í umsjá Guju og Ólafar.
Að kvöldi sama sunnudags verður þjóðlagamessa kl.20.30.
Kirkjukórinn syngur þjóðlög frá ýmsum löndum við undirleik Rögnvaldar organista. Sérstakur gestasöngvari verður Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson. Strax að lokinni messu verður upplýsingafundur um fyrirkomulag ferminga, fyrir foreldra og fermingarbörn.
Verið velkomin til kirkjunnar,
sóknarprestur