Fastan á að vera tími íhugunar og bæna. Því bjóðum við upp á kyrrðar- og fyrirbænastundir í hádeginu, næstu fimm fimmtudaga, fram að skírdegi, kl.12.10. Um er að ræða stutta stund með orgelleik, lestrum og fyrirbænum (15-20 mínútur). Tekið á móti fyrirbænum á staðnum. 

Eftir stundina verður gengið út í safnaðarheimili þar sem boðið er upp á léttan hádegisverð.

Þetta er nýung í helgihaldi við kirkjuna, tilraun til að koma til móts við upptekið fólk sem vill nota hádegishléið sér til andlegrar uppbyggingar og næringar. Verið hjartanlega velkomin!