Þann 8. mars verður boðið upp á námskeið fyrir hjón og sambýlisfólk í safnaðarheimilinu sem ber yfirskriftina Ást fyrir lífið. Leiðbeinandi er Pétur Björgvin Þorsteinsson djákni í Glerárkirkju. Námskeiðið byggir hann á bókinni Ást fyrir lífið, sem kom út í þýðingu hans á síðasta ári.
Bókin hefur farið sigurför um heiminn og nú þegar selst í þremur milljónum eintökum en búið er að þýða hana á yfir 20 tungumál. Höfundar bókarinnar eru Alex og Stephen Kendrick sem starfa fyrir babtistasöfnuð í Bandaríkjunum.
Námskeiðið verður frá 18.30-21.00 og hefst með léttum kvöldverði. Verð er 5000 fyrir hjón og fylgir bókin með. Skráning og nánari upplýsingar á netfanginu sigridur.gunnarsdottir@kirkjan.is eða í síma 862 8293
Viðtal við Pétur um bókina má sjá á vefslóðinni: http://www.n4.is/tube/file/view/1383/