Næsta sunnudag verður sunnudagaskóli fyrir alla krakka að vanda kl.11.

Eftir hádegið fáum við góða gesti frá Siglufirði. Það er kór Siglufjarðarkirkju og sóknarprestur og ætla þau að syngja með okkur messu kl.14. Sr. Sigurður Ægisson prédikar og sr. Sigríður Gunnarsdóttir þjónar fyrir altari. Í messunni verður barn borið til skírnar. Að messu lokinni býður sóknarnefnd og kirkjukór upp á kaffiveitingar í safnaðarheimilinu. Verið hjartanlega velkomin!