Um þessar mundir eru 110 ár frá fæðingu Eyþórs Stefánssonar tónskálds. Eyþór var organisti við Sauðárkrókskirkju í áratugi og því fannst sóknarnefnd Sauðárkrókskirkju við hæfi að minnast Eyþórs í tali og tónum, í kirkjunni sem var honum svo kær. Dagskráin Í minningu Eyþórs Stefánssonar verður því flutt n.k sunnudagskvöld 23. janúar, kl.20.30.

Kirkjukórinn syngur lög Eyþórs og ásamt hetjutenórnum Gissuri Páli Gissurarsyni og Hulda Jónsdóttir segir frá ævi og störfum Eyþórs.

Aðgangur er ókeypis og ungir og eldri boðnir velkomnir!