Aðventukvöld fyrir Hvamms- og Ketusókn verður í Skagaseli á þriðja sunnudegi í aðventu, 12.desember kl.20. Dagskráin er fjölbreytt í tali og tónum, Stefán Jökull Jónsson frá Miðhúsum syngur nokkur lög og ungar stúlkur flytja nýútgefið jólalag eftir Guðmund Ragnarsson. Merite á Hrauni spilar nokkur lög á fiðluna sína. Rögnvaldur Valbergsson leikur undir á píanóið og Sigríður Gunnarsdóttir flytur hugleiðingu.

Kaffiboð að hætti Skagakvennna á eftir.

Verið velkomin,

sóknarprestur og sóknarnefndir