Aðventukvöldið verður sunnudaginn 5. desember kl.20.

Skátarnir kveikja á tveimur kertum á aðventukransinum með friðarloganum sínum sem er komin alla leið frá Betlehem. Góðir gestir koma fram, kór Árskóla syngur jólalög og Pálmi Rögnvaldsson kemur úr Hofsósi og flytur hugleiðingu. Börn úr barnastarfinu flytja helgileik undir styrkri stjórn Guju og Ólafar Rúnar og síðast en ekki síst syngur kirkjukórinn aðventu og jólasálma við undirleik Rögnvaldar Valbergssonar organista.

Að dagskrá lokinni er boðið upp á piparkökur og heitt súkkulað’ í safnaðarheimilinu.

Verið velkomin til kirkjunnar á aðventunni