Nú er komið að því að skrá fermingarbörn næsta vors í fermingarfræðslu. Vinsamlegast sendið nafn fermingarbarns í tölvupósti á netfangið sigridur.gunnarsdottir@kirkjan.is og þið fáið sent eyðublað tilbaka í tölvupósti.

Að venju hefjast fermingarstörfin með ferðalagi í Vatnaskóg sem verður að þessu sinni vikuna 23.-27. ágúst. Í Vatnaskógi verður dagskrá frá morgni til kvölds, sem skiptast í kennslustundir, helgihald og frítíma en skógurinn er mikið gósenland fyrir krakka, þar er t.d. hægt að sigla á bátum, íþróttahús, heitur pottur, smíðaverkstæði o.fl. 

Eftir sameigingu Skagafjarðar- og Húnavatnsprófastdæmis hefur sú breyting orðið að Héraðssjóður niðurgreiðir ferðakostnað í Vatnaskóg og því er gjaldið fyrir vikuna lægra en verið hefur ekki liggur fyrir endanleg upphæð en reikna má með 10-12 þúsund krónum. Þar sem sóknarprestur er enn í fæðingarorlofi í ágúst, mun sr. Gunnar Jóhannesson fara með börnin í ferðalagið ásamt aðstoðarfólki. Sími Gunnars er 892 9115 og netfang gunnar.johannesson@kirkjan.is

Fermingarbörn ásamt foreldrum eru boðuð til messu og undirbúningsfundar vegna ferðalagsins sunnudaginn 22.ágúst (tímasetning nánar auglýst í Sjónhorni).

Gjald til prests fyrir fræðsluna er 9.300 krónur og verður innheimt næsta vetur.

Fermingardagar verða þeir sömu og undanfarin ár, pálmasunnudagur  og laugardagur eftir páska.

Með von um gott samstarf,

Sigríður Gunnarsdóttir