Sr. Gísli Gunnarsson sóknarprestur í Glaumbæ mun þjóna Sauðárkrókssöfnuði næstu sex mánuðina á meðan sr. Sigríður Gunnarsdóttir tekur fæðingarorlof.
Söfnuðurinn þekkir sr. Gísla vel, hann hefur oft þjónað við Sauðárkrókskirkju og bjóðum við hann velkominn til starfa.
Gísli mun hafa viðveru í safnaðarheimilinu á miðvikudögum eftir hádegi og eftir samkomulagi, nánar auglýst síðar. Gísla er hægt að ná í síma 453 8146, gsm 893 7938, netfang gisligunn@simnet.is
Engar breytingar verða á helgihaldi nema að kyrrðarstundir á miðvikudagskvöldum falla niður. Sunnudagaskólinn verður á sínum stað alla sunnudaga kl.11 og næst verður messa sunnudaginn 21. febrúar kl.14.