Kyrrðastund verður í kvöld, miðvikudag, kl.20 í Sauðárkrókskirkju. Hálftíma löng helgistund, þar sem lesið er úr ritningunni, sungið, beðið og gengið til altaris. Tekið á móti fyrirbænum á staðnum.

Sunnudaginn 17. janúar er almenn messa kl.14. Fermingarbörn lesa ritningarlestra, kórinn leiðir söng undir stjórn Rögnvaldar Valbergssonar organista. Sr. Sigríður Gunnarsdóttir þjónar fyrir altari og prédikar.

Kaffi og kleinur eftir messu í Safnaðarheimilinu.