Starfsfólk og sóknarprestur óska þér gleðilegs árs með þakklæti fyrir samskiptin á gamla árinu.

Við tökum okkur stutt frí frá helgihaldi í upphafi árs, sunnudagaskólinn hefur göngu sína að nýju 10. janúar, kl.11; fyrsta kyrrðarstund nýs árs verður miðvikudaginn 13. janúar kl.20 og fyrsta messa sunnudaginn 17. janúar kl.14.

Barnastarfið hefst um miðjan mánuðinn, Prakkarar og Stubbar byrja fimmtudaginn 14. janúar, á sama tíma og áður. 

Þriðjudaginn 12. janúar verður fyrsti fermingarfræðslutíminn á nýju ári.

Með nýárskveðjum

Sigríður Gunnarsdóttir