Föstudaginn 11. desember verður aðventukvöld í Skagaseli kl.20. Þetta er sameiginlegt aðventukvöld fyrir Hvamms- og ketusókn. Sr. Ursúla Árnadóttir sóknarprestur á Skagaströnd flytur hugleiðingu, Ólöf Ólafsdóttir á Þverá í Blönduhlíð syngur við undirleik Rögnvaldar Valbergssonar og Merete Rabölle leikur á fiðlu. Kaffiboð að hætti Skagakvenna.

Verið velkomin í Skagasel!