Næsta sunnudag, sem er annar sunnudagur í aðventu, verður sunnudagaskóli kl.11 og aðventuhátíð kl.20. Á aðventuhátíðinni koma fram 10-12 ára börn úr barnastarfi kirkjunnar, kirkjukórinn syngur fallega aðventu- og jóla söngva undir stjórn Rögnvaldar Valbergssonar orgnista, skátar tendra ljós á aðventukransinum með friðarloganum frá Betlehem og ræðukona kvöldsins verður Kristín Helgadóttir (Kidda) sem segir frá ólíku jólahaldi í Ástralíu og Íslandi.

Á eftir verður öllum boðið upp á heitt súkkulaði og piparkökur í safnaðarheimilinu.

Einnig verða aðventustundir á Heilbrigðisstofnuninni sama dag, kl.16 á deild 2 og kl.16.30 á dvalarheimilinu.