Sunnudaginn 15. nóvember verður eins og alltaf sunnudagaskóli fyrir börn á öllum aldri kl.11.

Guðsþjónusta kl.14 og að þessu sinni fáum við gesti úr Silfrastaðasókn. Sr. Dalla Þórðardóttir prófastur prédikar og sr. Sigríður Gunnarsdóttir þjónar fyrir altari. Kór Silfrastaðakirkju leiðir söng og að syngur messusvör sr. Sigfúsar. Fermingarbörn flytja ritningarlestra.

Kirkjukórinn býður kirkjugestum upp á kaffi í safnaðarheimilinu á eftir.

Verið velkomin til kirkjunnar!