Næstkomandi sunnudag, 8. nóvember syngjum við gospelmessu í Sauðárkrókskirkju kl.20.

Kirkjukórinn syngur hressilega gospelsálma undir stjórn Rögnvaldar Valbergssonar organista, auk þess sem að Ásdís Guðmundsdóttir syngur einsöng og Kristján Þór Hansen ber bumbur. Fermingarbörn lesa ritningarlestra og Gunnar Sandholt félagsmálastjóri flytur hugleiðingu.

Verið hjartanlega velkomin í öðruvísi messu!