Næstkomandi sunnudag sem er 1.nóvember og Allra heilagra messa verður sunnudagaskóli að vanda kl. 11, í umsjón Guðrúnar og Guðríðar.

Messa kl.14

Kirkjukórinn leiðir almennan söng undir stjórn organistans Rögnvaldar Valbergssonar. Fermingarbörn flytja ritningarlestra. Boðið upp á kaffi og kleinur í safnaðarheimilinu að messu lokinni.

Guðsþjónusta í Ketukirkju kl.16

Skagamenn og nærsveitamenn boðnir velkomnir til messu í Ketukirkju. Sungið verður tónlag sr. Sigfúsar.

Verið velkomin til helgihaldsins,

sóknarprestur