Næstkomandi sunnudag, 25. október, ætlar kirkjukór og starfsfólk kirkjunnar að heimsækja nágranna sína og vini í Siglufjarðarkirkju. Messa verður kl.14, þar sem sungin verður messa með tónlagi sr. Bjarna Þorsteinssonar, sem var eins og kunnugt er, sóknarprestur á Siglufirði í fjölmörg ár. Kórinn okkar leiðir sálmasöng og sr. Sigríður Gunnarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Sigurði Ægissyni sóknarpresti á Siglufirði. Eftir messu bjóða heimamenn upp á kaffi og kuðerí í safnaðarheimlinu og áður en haldið verður heim á leið, ætlar kórinn að koma við á Heilbrigðisstofnuninni og syngja nokkur lög fyrir gamla fólkið.