Sunnudaginn 18.október er sunnudagaskóli að vanda kl.11.

Kl.14 er svo guðsþjónusta sem sérstaklega er tileinkuð Heimsóknarvinum, samstarfsverkefni kirkjunnar, Rauða krossins og félagsþjónustu Skagafjarðar. Fermingarbörn lesa ritningarlestra, kirkjukórinn leiðir söng og eftir messu er boðið upp á kaffi og meðlæti í safnaðarheimilinu.