Um næstu helgi verður haldið árlegt haustmót fyrir 10-12 ára börn á Löngumýri. Þar koma saman krakkar úr Skagafjarðar og Húnavatnsprófastdæmi og búast má við fjölmenni ef að líkum lætur.

Lagt verður af stað frá Sauðárkrókskirkju í rútu á föstudaginn kl.18 og komið tilbaka eftir hádegi á laugardegi. Þátttökugjald er 2000 krónur, innifalið gisting, matur og rútuferð.