Nú er haustið komið með alla sína fjölbreyttu liti og kirkjustarfið byrjar af nýju. Allir aldurshópar ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.
 
Þriðjudagar
Opið hús fyrir foreldra ungra barna í safnaðarheimilinu kl.10-12
Samvera í bland við fræðslu, heitt á könnunni.
 
Fermingarfræðsla í safnaðarheimilinu kl.14.05-14.50
              
Miðvikudagar
Föndur fyrir fullorðna kl.13-16
(hefst í október, nánar auglýst síðar)
Sigrún, Sverrir, Erla og fleiri hjálparhellur aðstoða.
 
Kyrrðarstundir kl.20
Kyrrðarstund er lítil messa með altarisgöngu. Einfaldir sálmar og taizesöngvar, lesið úr ritningunni og tilbeiðsla. Tekið við fyrirbænum.
(hefjast í október, nánar auglýst síðar)
 
Fimmtudagur
Prakkarar
kirkjustarf fyrir 6-9 ára kl.13.30-14.30,
hittumst niðri í Árskóla (gamla skólanum), fyrsta samvera 24.september.
 
Stubbar
kirkjustarf fyrir 10-12 ára, kl.17-18.30 í safnaðarheimilinu, fyrsta samvera 17. september.
 
Sunnudagar
Sunnudagaskóli kl.11, byrjar 20.september 
Mikill söngur, biblíusögur og gleði.
 
Símatímí sóknarprests er miðviku- og fimmtudaga kl.11-12 og eftir samkomulagi. Sími í safnaðarheimilinu 453 5930, gsm 862 8293.
Starfsfólk í barnastarfi og sunnudagaskóla er einvala lið: Guðrún Björnsdóttir, Rannveig Hjartardóttir, Guðríður Tryggvadóttir, auk þeirra Pálu Margrétar og Ólafar Rúnar.