Dagana 1.-3.maí ætla Stubbar (10-12 ára börn í barnastarfinu) að bregða sér á mót í Vatnaskóg. Farið verður frá kirkjunni kl.08:00 stundvíslega. Hér fylgja DRÖG að dagskrá, mótsstjóri sr.Sigurður Grétar á Hvammstanga áskilur sér allan rétt til að breyta dagskrá ef að svo ber undir.

TTT-MÓT Í VATNASKÓGI 1.-3. MAÍ 2009

Fös. 1. maí

12.00  Komið á staðinn.  Hópur A kemur sér fyrir skv. auglýstu skipulagi.  Hópur B fer beint í mat.Allir koma sér fyrir skv. auglýstu skipulagi.

12.30  Hópur A í mat, hópur B kemur sér fyrir.  Í þessum matartímum eru reglur kynntar.

13.00  Frjáls tími.  Bátar, íþróttahús, knattspyrna ofl. tilboð.

15.30  Kaffi

16.00  Frjáls tími.  Bátar, íþróttahús ofl.

19.00  Kvöldmatur hópur A (auglýst á staðnum hver er í hvorum hóp)

19.30  Kvöldmatur  hópur B

20.00  Frjáls tími – íþróttahús, staðarskoðun, fótbolti, e.t.v. bátar.

21.30  Kvöldvaka í íþróttahúsi. 

22.30     Kvöldhressing

22.45     Kapellustund.  Umsjón Sig. Grétar

23.30     Allir inn á sín herbergi – búa sig í háttinn.

00.00  Svefnfriður

Lau. 2. maí

08.30     Vakið

08.50  Morgunmatur -fljótandi

09.45  Morgunstund í íþróttahúsi – Umsjón SGS, söngur, fræðsla.

10.30  Hópastarf.

12.00  Hádegisverður A

12.30  Hádegisv. B

13.00  Frjáls tími – ýmis dagskrártilboð eftir veðri. 

15.30  Kaffi – fljótandi umferð

16.00  Frjáls tími – áframhaldandi dagskrártilboð

19.00  Kvöldmatur A

19.30  Kvöldmatur B

19.30  Undirbúningur kvöldvöku, frjáls tími.

20.30  Kvöldvaka, atriði frá krökkum, söngur ofl

22.00   Farið í Hallgrímskirkju í Saurbæ – Sælustund með söng og hugvekju.  23.15  Kvöldhressing fyrir þau sem vilja, ávextir

 23.30  Allir í háttinn

00.30  Svefnfriður

Sun.  3. maí

09.00 Vakið – tiltekt, stafla dýnum.  Grófhreinsa herbergi og sópa.  Halda sunddóti aðgreindu

09.30  Morgunmatur – fljótandi

10.00  Frjálst

11.00  Útimessa í Skógarkirkju

11.45  Hádegisverður Sauðárkr. A

12.15  Hádegisverður  B

13.00  Brottför.  Farið í sund í Borgarnesi.