Sunnudagur 15.febrúar er annar sunnudagur í föstu inngangi og Biblíudagurinn.

Sunnudagaskóli kl.11

Umsjón hafa Guðrún, Heiða og Þórdís og Rögnvaldur er við píanóið. Börn á öllum aldri velkomin! Mikill söngur, fræðsla og brúðurnar líta við.

Messa kl.14

Fermingarbörn lesa ritningarlestra. Kirkjukórinn leiðir söng undir stjórn Rögnvaldar organista. Kaffi, djús og Lilju-kleinur í safnaðarheimilinu eftir messuna.  Verið velkomin og takið þátt í helgihaldi safnaðarins!

Sóknarprestur