Ef næg þátttaka næst verður boðið upp á námskeið í fjarfundi sem nefnist: Konurnar í Biblíunni: Frá Evu til Maríu móður Guðs. Námskeiðið er samvinnuverkefni Endurmenntunar og Biskupsstofu.
Er talað um einhverjar aðrar konur í Biblíunni en Evu og Maríu Guðsmóður? Er Biblían ekki fyrst og fremst karlasaga? Eru konurnar að minnsta kosti ekki allar í aukahlutverkum? Og hvað með nútímann? Skipta sögur þessara kvenna einhverju máli í dag? Námskeiðið verður sent um fjarfundabúnað á Fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar svo og á aðra staði sé þess óskað.
Á námskeiðinu verður lögð áhersla á sögur um konur sem varðveittar eru í Gamla og Nýja testamentinu. Konurnar hafa margvíslegan bakgrunn og varpa sögur þeirra ljósi á stöðu kvenna innan gyðing-kristins samfélags á liðnum öldum. Þrátt fyrir völd karla og þann karlmiðlæga hugsanahátt sem var ríkjandi í þessum samfélögum, þá er ýmislegt sem kemur á óvart þegar farið er að skoða betur sögur þeirra kvenna, sem af ýmsum ástæðum er getið um í ritum Biblíunnar. Með aukinni áherslu á virka þátttöku kvenna í lífi og starfi kristinnar kirkju, hefur áhugi á þessum sögum aukist. Því verður ekki aðeins hugað að hefðbundinni túlkun þessara sagna, heldur einnig þeim áhrifum sem þær hafa haft á líf kvenna í sögu og samtíð.
Kennt verður þrjú fimmtudagskvöld í febrúar, 5., 12., og 19. febrúar, kl. 20,15-22,00
Námskeiðið er öllum opið og þátttökugjald niðurgreitt, aðeins 5,100 krónur, (fullt verð er 15,300) Námsgögn innifalin. Tekið er við skráningu á netfangið sigridur.gunnarsdottir@kirkjan.is eða í síma 862 8293 og þurfa þær að berast fyrir mánudaginn 2.febrúar.