Nú er komið nýtt ár og tími til kominn að hefja starfið í kirkjunni að nýju:

Sunnudagur 11.janúar
Sunnudagaskólinn hefur göngu sína að nýju kl.11
Mikill söngur, biblíusögur og brúðurnar á sínum stað. Öll börn fá nýja sunnudagaskólabók. Guðrún, Heiða og Þórdís skiptast á að stjórna sunnudagaskólanum og Rögnvaldur er á kantinum á píanóinu.

Safnaðarstarfið verður með sama sniði og fyrr:

Þriðjudagar: Mömmu- og pabba morgnar kl. 10-12

Miðvikudagar: Föndur kl.13-16 Föndur fyrir (h) eldri borgara, málað á postullín og fleira, sopið kaffi og spjallað.
                       Kyrrðarstundir kl. 20

Kyrrðar og fyrirbænastundir alla miðvikudaga kl.20. Við syngjum saman, heyrum lesið úr heilagri ritningu, biðjum og þiggjum sakramennti kvöldmáltíðarinnar. Róleg og notaleg stund, tekur ca. hálfa klukkustund.

Fimmtudagar: Prakkarar (6-9 ára) kl.13.30-.14.30
                        Stubbar (10-12 ára) kl.17-18.30

Símatími sóknarprests er miðviku- og fimmtudaga kl.11-12, sími 453 5930; gsm 862 8293
Netfang mitt misritaðist í litlu símaskránni, hið rétta er sigridur.gunnarsdottir@kirkjan.is

Með óskum um blessunarríkt nýtt ár,
Sigríður Gunnarsdóttir