Á aðfangadegi jóla verða tvær hátíðarmessur í Sauðárkrókskirkju. Sungið er hátíðartón séra Bjarna Þorsteinssonar, kirkjukórinn leiðir almennan söng, organisti Rögnvaldur Valbergsson og meðhjálpari Baldvin Kristjánsson. Sr. Sigríður Gunnarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari.

Aftansöngur jóla kl.18

Svana Berglind Karlsdóttir syngur einsöng.

Miðnæturmessa kl.23.30

Sigurdríf Jónatansdóttir syngur einsöng.

Sóknarprestur og starfsfólk kirkjunnar óska sóknarbörnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári með þakklæti fyrir samveruna á árinu sem er að líða.