Barnastarfið í kirkjunni hefur verið í miklum blóma í haust. Um fimmtíu krakkar mæta í Stubbana (10-12 ára starfið) og eins og nærri má geta er þröng á þingi í safnaðarheimilinu.

Eins og í fyrra tóku börnin þátt í verkefni sem kallast Jól í skókassa. Allir komu með skókassa og settu ýmislegt dót og föt í kassann og pökkuðu honum svo inn í gjafapappír. Skókassarnir voru merktir eftir því hvort þeir voru ætlaðir handa strák eða stelpu og á hvaða aldri. Nú eru allir kassarnir lagðir af stað til Úkraínu þar sem þeir munu gleðja börn á munaðarleysingjahælum um jólin

http://www.feykir.is/kualubbi/wp-content/uploads/2008/10/jol_i_skokassa.jpg