Fyrir feminguna velur hvert fermingarbarn sér eitt vers úr heilagri ritningu. Það er af nógu að taka, hér á eftir fer listi með 100 ritningarstöðum.
1) Jesús segir: Á því munu allir þekkja, að þér eruð mínir lærisveinar, ef þér berið elsku hver til annars.
2) Jesús segir: Aflið yður eigi þeirra fæðu sem eyðist, heldur þeirra fæðu sem varir til eilífs lífs.
3) Jesús segir: Allt sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.
4) Jesús segir: Biðjið, og yður mun gefast, leitið, og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upp lokið verða. Því hver sá öðlast, sem biður, sá finnur, sem leitar, og fyrir þeim, sem á knýr, mun upp lokið verða.
5) Jesús segir: Brauð Guðs er sá, sem stígur niður af himni og gefur heiminum líf.
6) Jesús segir: Dæmið ekki, og þér munuð eigi dæmdir verða.
7) Jesús segir: Ef nokkurn þyrsti, þá komi hann til mín og drekki.
8) Jesús segir: Ef þér biðjið mig einhvers í mínu nafni, mun ég gjöra það.
9) Jesús segir: Ef þér elskið mig, munuð þér halda boðorð mín.
10) Jesús segir: Ef þér eruð í mér, og orð mín eru í yður, þá biðjið um hvað sem þér viljið, og yður mun veitast það.
11) Jesús segir: Ef þér eruð stöðugir í orði mínu, eruð þér sannir lærisveinar mínir og munuð þekkja sannleikann og sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa.
12) Jesús segir: Ef þér haldið boðorð mín, verðið þér stöðugir í elsku minni, eins og ég hef haldið boðorð föður míns og er stöðugur í elsku hans.
13) Jesús segir: Ef þú vilt inn ganga til lífsins, þá haltu boðorðin.
14) Jesús segir: Ég er brauð lífsins. Þann mun ekki hungra, sem til mín kemur, og þann aldrei þyrsta, sem á mig trúir.
15) Jesús segir: Ég er ekki kominn til að dæma heiminn, heldur til að frelsa heiminn.
16) Jesús segir: Ég er góði hirðirinn og þekki mína.
17) Jesús segir: Ég er ljós heimsins. Sá sem fylgir mér, mun ekki ganga í myrkri, heldur hafa ljós lífsins.
18) Jesús segir: Ég er ljós í heiminn komið, svo að enginn, sem á mig trúir, sé áfram í myrkri.
19) Jesús segir: Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig mun lifa, þótt hann deyi.
20) Jesús segir: Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins, nema fyrir mig.
21) Jesús segir: Ég hef sigrað heiminn.
22) Jesús segir: Ég kalla yður ekki framar þjóna, því að þjónninn veit ekki hvað herra hans gjörir. En ég kalla yður vini, því ég hef kunngjört yður allt, sem ég heyrði af föður mínum.
23) Jesús segir: Ég lifi og þér munuð lifa.
24) Jesús segir: Eins og ég hef elskað yður, skuluð þér einnig elska hver annan.
25) Jesús segir: Elskið óvini yðar, og biðjið fyrir þeim, sem ofsækja yður, svo að þér reynist börn föður yðar á himnum, er lætur sól sína renna upp yfir vonda sem góða og rigna yfir réttláta sem rangláta.
26) Jesús segir: Enginn á meiri kærleik en þann, að leggja líf sitt í sölurnar fyrir vini sína.
27) Jesús segir: Enginn getur komist inn í Guðs ríki, nema hann fæðist af vatni og anda.
28) Jesús segir: Enginn getur þjónað tveimur herrum. Annaðhvort hatar hann annan og elskar hinn eða þýðist annan og afrækir hinn. Þér getið ekki þjónað Guði og mammón.
29) Jesús segir: Frið læt ég yður eftir, minn frið gef ég yður. Ekki gef ég yður eins og heimurinn gefur.
30) Jesús segir: Fylg þú mér.
31) Jesús segir: Guð er andi, og þeir, sem tilbiðja hann, eiga að tilbiðja í anda og sannleika.
32) Jesús segir: Guð sendi ekki soninn í heiminn til að dæma heiminn, heldur að heimurinn skyldi frelsast fyrir hann.
33) Jesús segir: Hvar sem tveir eða þrír eru saman komnir í mínu nafni, þar er ég mitt á meðal þeirra.
34) Jesús segir: Hver sem gjörir vilja föður míns, sem er á himnum, sá er bróðir minn, systir og móðir.
35) Jesús segir: Hver sem lifir og trúir á mig, mun aldrei að eilífu deyja.
36) Jesús segir: Hver sem vill fylgja mér, afneiti sjálfum sér, taki kross sinn og fylgi mér.
37) Jesús segir: Hver sem vill vera fremstur, sé síðastur allra og þjónn allra.
38) Jesús segir: Hvern sem drekkur af vatninu, er ég gef honum, mun aldrei þyrsta að eilífu. Því vatnið, sem ég gef honum, verður í honum að lind, sem streymir fram til eilífs lífs.
39) Jesús segir: Hvern þann sem kannast við mig fyrir mönnum, mun og ég við kannast fyrir föður mínum á himnum.
40) Jesús segir: Komið til mín, allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar, og ég mun veita yður hvíld.
41) Jesús segir: Leyfið börnunum að koma til mín, varnið þeim eigi, því að slíkra er himnaríki.
42) Jesús segir: Ok mitt er ljúft, og byrði mín létt.
43) Jesús segir: Safnið yður ekki fjársjóðum á jörðu, þar sem mölur og ryð eyðir og þjófar brjótast inn og stela. Safnið yður heldur fjársjóðum á himni, þar sem hvorki eyðir mölur né ryð og þjófar brjótast ekki inn og stela. Því hvar sem fjársjóður þinn er, þar mun og hjarta þitt vera.
44) Jesús segir: Sá getur allt sem trúir.
45) Jesús segir: Sá sem elskar mig, mun elskaður verða af föður mínum, og ég mun elska hann og birta honum sjálfan mig.
46) Jesús segir: Sá sem elskar mig, varðveitir mitt orð, og faðir minn mun elska hann. Til hans munum við koma og gjöra okkur bústað.
47) Jesús segir: Sá sem er af Guði, heyrir Guðs orð.
48) Jesús segir: Sá sem er trúr í því smæsta, er einnig trúr í miklu.
49) Jesús segir: Sá sem heyrir orð mitt og trúir þeim, sem sendi mig, hefur eilíft líf og kemur ekki til dóms, heldur er hann stiginn yfir frá dauðanum til lífsins.
50) Jesús segir: Sá sem iðkar sannleikann kemur til ljóssins, svo að augljóst verði, að verk hans eru í Guði gjörð.
51) Jesús segir: Sá sem trúir á mig, – frá hjarta hans munu renna lækir lifandi vatns.
52) Jesús segir: Sá sem trúir á mig, mun lifa þótt hann deyi.
53) Jesús segir: Sá sem trúir, hefur eilíft líf.
54) Jesús segir: Sá, sem er trúr í því smæsta, er einnig trúr í miklu.
55) Jesús segir: Sá, sem hefur boðorð mín og heldur þau, hann er sá, sem elskar mig.
56) Jesús segir: Sá, sem heyrir orð mitt, og trúir þeim, sem sendi mig, hefur eilíft líf, og kemur ekki til dóms, heldur er hann stiginn yfir frá dauðanum til lífsins.
57) Jesús segir: Sælir eru friðflytjendur, því að þeir munu Guðs börn kallaðir verða.
58) Jesús segir: Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá.
59) Jesús segir: Sælir eru hógværir, því að þeir munu jörðina erfa.
60) Jesús segir: Sælir eru miskunnsamir, því að þeim mun miskunnað verða.
61) Jesús segir: Sælir eru þeir, sem hafa ekki séð og trúa þó.
62) Jesús segir: Sælir eru þeir, sem heyra Guðs orð og varðveita það.
63) Jesús segir: Sælir eru þeir, sem hungrar og þyrstir eftir réttlætinu, því að þeir munu saddir verða.
64) Jesús segir: Sæll er sá, sem hneykslast ekki á mér.
65) Jesús segir: Svo sem þér viljið, að aðrir menn gjöri við yður, svo skuluð þér og þeim gjöra.
66) Jesús segir: Trúið á Guð og trúið á mig.
67) Jesús segir: Þetta er mitt boðorð, að þér elskið hver annan, eins og ég hef elskað yður.
68) Jesús segir: Þér eruð ljós heimsins. Borg, sem á fjalli stendur, fær ekki dulist.
69) Jesús segir: Þú skalt elska Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni, öllum huga þínum og öllum mætti þínum, og náunga þinn eins og sjálfan þig.
70) Jesús segir: Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.
71) Í Davíðssálmum segir: Drottinn Guð er sól og skjöldur, náð og vegsemd veitir Drottinn. Hann synjar þeim engra gæða, er ganga í grandvarleik.
72) Í Davíðssálmum segir: Drottinn hersveitanna, sæll er sá maður, sem treystir þér.
73) Í Davíðssálmum segir: Finnið og sjáið, að Drottinn er góður, sæll er sá maður er leitar hælis hjá honum.
74) Í Davíðssálmum segir: Guð er konungur yfir gjörvallri jörðinni, syngið Guði lofsöng!
75) Í Davíðssálmum segir: Guð er orðinn konungur yfir þjóðunum, Guð er setstur í sitt heilaga hásæti.
76) Í Davíðssálmum segir: Guð er oss hæli og styrkur, örugg hjálp í nauðum.
77) Í Davíðssálmum segir: Guð er oss hjálpræðisguð, og Drottinn alvaldur bjargar frá dauðanum.
78) Í Davíðssálmum segir: Guð er réttlátur dómari, hann reiðist illskunni dag hvern.
79) Í Davíðssálmum segir: Náðugur er Drottinn og réttlátur, og vor Guð er miskunnsamur.
80) Í Davíðssálmum segir: Sæll er sá lýður, sem þekkir fagnaðarópið, sem gengur í ljósi auglitis þíns, Drottinn.
81) Í Davíðssálmum segir: Sæll er sá maður, er eigi fer að ráðum óguðlegra, eigi gengur á vegi syndaranna og eigi situr í hópi þeirra, er hafa Guð að háði…
82) Í Davíðssálmum segir: Sæll er sá maður, er gjörir Drottin að athvarfi sínu…
83) Í Davíðssálmum segir: Sæll er sá, er á Jakobs Guð sér til hjálpar, sá er setur von sína á Drottin, Guð sinn…
84) Í Davíðssálmum segir: Sæll er sá, er situr í skjóli Hins hæsta, sá er gistir í skugga Hins almáttka…
85) Í Davíðssálmum segir: Sjá, Guð er mér hjálpari, það er Drottinn er styður mig.
86) Í Davíðssálmum segir: Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegum mínum.
87) Í Davíðssálmum segir: Treyst honum, allur þjóðsöfnuðurinn, úthellið hjörtum yðar fyrir honum, Guð er vort hæli.
88) Í Davíðssálmum segir: Vígi mitt, um þig vil ég kveða, því að Guð er háborg mín.
89) Í Davíðssálmum segir: Vígi mitt, um þig vil ég kveða, því að Guð er háborg mín, minn miskunnsami Guð.
90) Í Orðskviðunum segir: Sá sem gefur gætur að orðinu, hreppir hamingju, og sæll er sá, sem treystir Drottni.
91) Í spádómsbók Jesaja segir: Ég er Drottinn og enginn annar. Enginn Guð er til nema ég.
92) Í spádómsbók Jesaja segir: Enginn Guð er til nema ég. Fyrir utan mig er enginn sannur Guð og hjálpari til.
93) Í spádómsbók Jesaja segir: Sjá, Guð er mitt hjálpræði, ég er öruggur og óttast eigi, því að Drottinn Guð er minn styrkur og minn lofsöngur, hann er orðinn mér hjálpræði.
94) Í spádómsbók Jesaja segir: Svo segir Drottinn, konungur Ísraels og frelsari, Drottinn allsherjar: Ég er hinn fyrsti og ég er hinn síðasti, og enginn Guð er til nema ég.
95) Í Rómverjabréfinu segir: Halt þú þeirri trú, sem þú hefur með sjálfum þér fyrir Guði. Sæll er sá, sem þarf ekki að áfella sig fyrir það, sem hann velur.
96) Í fyrsta Jóhannesarbréfi segir: Guð er kærleikur, og sá sem er stöðugur í kærleikanum er stöðugur í Guði og Guð er stöðugur í honum.
97) Í fyrsta Jóhannesarbréfi segir: Guð er ljós, og myrkur er alls ekki í honum.
98) Í fyrsta Jóhannesarbréfi segir: Guð er meiri en hjarta vort og þekkir alla hluti.
99) Í fyrsta Jóhannesarbréfi segir: Sá sem ekki elskar þekkir ekki Guð, því að Guð er kærleikur.
100) Í Kólossubréfinu segir: Íklæðist eins og Guðs útvaldir, heilagir og elskaðir, hjartans meðaumkun, góðvild, auðmýkt, hógværð og langlyndi.