Næsta sunnudagur, þann 25. október verður sunnudagaskóli kl.11 að vanda. Eftir hádegið ætlar kirkjukórinn ásamt sóknarpresti að halda fram til dala og syngja messu með sr. Döllu Þórðardóttur í Goðdalakirkju kl.14. Kirkjan í Goðdölum er gömul og sérlega falleg enda vel um hana hugsað af söfnuðinum þar fremra.

Klukkan 20 verður svo kvöldmessa með gospeltónlist í Sauðárkrókskirkju. Guðrún Helga Jónsdóttir syngur einsöng og fermingarbörn lesa ritningarlestra.

Verið velkomin til helgihaldsins!